Flokkar

Pizzudeig Huga

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 13. september 2008.

Innihald

  • 5g þurrger
  • 4dl volgt vatn
  • 1tsk salt
  • 2msk sykur
  • 50ml ólífuolía
  • 500g hveiti

Aðferð

  1. Blandið vatni, salti, sykri, olíu og þurrger saman og leyfið að standa í 10mín.
  2. Hrærið hveitið saman við til að fá þykkt deig. Hnoðið deigið þar til það er vel þétt í sér.
  3. Látið deigið rísa í klukkutíma.
  4. Hnoðið deigið fyrir notkun, fletjið út í pizzustærð og látið hefa sig í 10 mínútur.

Það getur verið gott að baka deigið í 5 mínútur áður en sósa og álegg er sett á það.


Umsagnir

Engar umsagnir