Flokkar

Amerískar pönnukökur

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. febrúar 2012.

Pönnukökur í ameríska stílnum, smærri, þykkari og loftkenndari en þessar íslensku. Æðislegar pönnukökur sem fara vel með hlynsírópi, spældum eggjum, beikoni og tómötum—sérstaklega á helgarmorgnum.

Innihald

  • 3,5 dl hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 1 egg
  • 3 msk smjör, brætt
  • 1 msk sykur
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk salt

Aðferð

  1. Blandið blautefnunum saman í hrærivélarskál
  2. Kveikið á hrærivélinni, hellið þurrefnunum varlega útí og hrærið þar til þetta er orðið vel blandað
  3. Steikið á pönnukökupönnu.


Umsagnir

Engar umsagnir