Flokkar

Mars-súkkulaði brownies

Karin Erna Elmarsdóttir sendi þessa uppskrift inn 16. september 2008.

Innihald

  • 2 pokar muldar hnetur (valhnetur, pekanhentur, heslihnetur eða möndlur... frjálst val)
  • 5 stk marssúkkulaði (brytjað niður, eitt stk tekið frá)
  • 200 gr dökkt súkkulaði
  • 300 gr smjör
  • 6 stór egg
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • ¾ tsk salt
  • 500 gr. sykur
  • 450 gr. hveiti

Aðferð

  1. Ristið hneturnar á þurri pönnu þar til þær taka lit og fara að ilma. Grófsaxið þær síðan og setjið til hliðar.
  2. Saxið Mars-súkkulaðið og takið eitt stk. frá til að skreyta með. Geymið.
  3. Bræðið dökka súkkulaðið og smjörið saman yfir vatnsbaði við vægan hita.
  4. Hrærið eggin, vanilludropana saltið og sykurinn saman í hrærivél þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið súkkulaðismjörblöndunni út í og hrærið saman. Blandið svo hveiti og pekanhnetum varlega saman við og setjið að lokum saxað Mars-súkkulaði út í.
  5. Smyrjið ferkantað form. u.þ.b. 20 cm á kant, hellið deiginu í formið.
  6. Dreifið afganginum af mars-súkkulaði yfir. Bakið í 35 min við 180°C, eða þar til að þér finnst hún tilbúin. Láta kólna lítillega og svo loks skera hana í ferninga.

Auðvelt er að minnka uppskriftina um helming og nota minna form, því þetta er stór uppskrift. Þá er betra að hafa bökunartímann styttri.


Umsagnir

Engar umsagnir