Kjúklingasúpa með karrý
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.
Innihald
- 250g beinlaust kjúklingakjöt, skorið í strimla
- 4 kartöflur, grófsaxaðar
- 2 laukar, smátt saxaðir
- 2 paprikur, smátt saxaðar
- 1msk olía
- 2-3tsk karrý
- 3msk hveiti
- 1 lítri kjúklingasoð
- 1dl rúsínur
- 1dl möndlur, afhýddar
- 1/2dl sýrður rjómi, 10%
Aðferð
- Léttsteikja grænmetið í olíunni.
- Karrý, hveiti og kjúklingasoði blandað í grænmetið
- Kjötinu bætt útí og súpan látin sjóða rólega í tíu mínútur, rúsínunum bætt útí og súpan látin sjóða í fimm mínútur í viðbót.
- Möndlum og sýrðum rjóma er bætt við rétt áður en súpan er borin fram.
Umsagnir
Engar umsagnir