Flokkar

Súkkulaðibitakökur með heslihnetum

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

Þessi er ættuð frá Önnu. Einstaklega einfaldar og fljótlegar. Og GÓÐAR!

Innihald

  • 1/2 bolli olía eða smjörlíki
  • 1/2 bolli vanillusykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 1/2 bollar hveiti
  • 2 plötur suðusúkkulaði
  • 1 1/2 bolli heslihnetuflögur

Aðferð

  1. Öllu blandað saman.
  2. Búið til sæmilega stórar kökur og raðið á bökunarplötu með smjörpappír. Hafið a.m.k. 5cm á milli kaka, þær stækka talsvert við baksturinn.
  3. Bakað á jöfnum undir og yfirhita við 165° í ca 30 mín.

Umsagnir

Engar umsagnir