Flokkar

Fiskisúpa úr skápnum

Ósk Gunnlaugsdóttir sendi þessa uppskrift inn 9. október 2012.

Ég átti einn pakka af blönduðum sjávarréttum og ákvað að gera súpu úr því sem til var.

Endaði að vísu á að redda smá hvítvíns lögg í súpuna.

Innihald

  • 1 laukur
  • 50 gr smjör
  • 2 hvítlauksrif
  • 4 gulrætur
  • fiskisoð /teningur og vatn
  • 1 dós tómatpúrra
  • 1 teskeið (ekki minna) coriander fræ kramin
  • chili flögur
  • paprikuduft
  • laukduft
  • hvítlauksduft
  • salt
  • svartur pipar
  • Slurkur af rjóma
  • Slurkur af hvítvíni
  • 1 pakki blanddaðir sjávarréttir 250 gr
  • 1 flak þorskur frosinn
  • Þurrkuð steinselja

Aðferð

  1. Laukur saxaður í matvinnsluvél mýktur í smjöri ath ekki brúna.
  2. Hvítlauksrifin matvinnsluvéluð og bætt í lauk kraumið.
  3. Gulræturnar og tómaturinn matvinnsluvélað og bætt saman við og látið aðeins krauma í smjörinu.
  4. Nú kemur fiskisoðið, var bara til teningur á þessu heimili.
  5. Teskeið af coriender fræum kramin og bætt útí.
  6. Þá chili flögur, salt, svartur pipar, paprikuduft, laukduft og hvítlauksduft eða kridd eftir smekk.
  7. Þetta látið malla þar til laukur og gulrætur er maukað. 20-30 mín því lengur því betra
  8. Rjómi hvítvín og fiskur smellt útí.
  9. Þurrkuð steinselja.
  10. Beðið eftir að suða komi upp.
  11. Éta.

Ef þú býrð svo vel að eiga koníak þá eru 2-3 tappafyllir fullkomnar í þessa súpu.

Eins að skipta út ferskri stenselju fyrir þá þurrkuðu.



Umsagnir

Engar umsagnir