Flokkar

Fyllt brauðhorn

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 5. nóvember 2009.

Bestu horn í heimi frá Böggu Ömmu á Akri.
Athugið að úr uppskriftinni verða til ansi mörg horn og það er hægt að helminga uppskriftina til að fá skynsamlegri útkomu

Innihald

  • 3,4dl vatn
  • 3,5dl mjólk
  • 150gr smjörlíki
  • 1msk. sykur
  • 1tsk. salt
  • 2 pk. ger
  • 1 kiló hveiti
  • 2 egg
  • Nautahakk
  • Skinka
  • Tómatsósa
  • Laukur
  • Krydd að eigin vali
  • Rifinn ostur

Aðferð

  1. Búið til gerdeig úr fyrri hluta uppskriftar.
  2. Látið deigið hefa sig í ca. klukkutíma.
  3. Fletjið deigið útog skerið í ferninga, ca. 10cm á kant.
  4. Setjið smá fyllingu í miðjan ferninginn, brjótið hann svo til helminga, frá horni í horn, og rúllið upp.
  5. Þeytið eitt egg vel. Penslið hornin með egginu áður en það er bakað.
  6. Bakist við 180°C í 40 mínútur, eða þar til þau eru fallega gullin.

Umsagnir

Engar umsagnir