Flokkar

Sætur kjúklingur

Logi Helgu sendi þessa uppskrift inn 25. nóvember 2006.

starstarstarstar

Fyrir þá sem samþykkja sætan mat er þetta sjúklega gott. Sósan er BBQ apríkósupúðursykur rjómi sem hægt er að bleyta upp í hverju sem er. Fínt að hafa bara hrísgrjón, hvítlauksbrauð og salat með (ekki verra að hafa jarðarber í salatinu ;)

Innihald

  • 1dl BBQ sósa
  • 1/2 dl Sojasósa
  • 1dl rjómi
  • 1dl púðursykur
  • 1dl apríkósusulta eða apríkósumarmelaði
  • kjúklingabringur (3-4)

Aðferð

  1. Öllu (nema bringunum) blandað saman og hitað upp.
  2. Bringurnar steiktar á pönnu.
  3. Allt sett í eldfast mót og eldað í hámark 30 mínútur á c.a. 200°C.

Umsagnir


Logi Helgu starstarstarstarstar
2006-11-25T17:45:35
Ógó góður

Helga Kristín Einarsdóttir starstarstarstar
2006-11-30T20:32:05
Þessi var mjög góður. Sjaldan hef ég sykrinum neitað. Mmmm.

Atli Páll Hafsteinsson starstarstarstarstar
2008-11-06T19:21:42
Syndsamlega gott!