Einfaldar og góðar bollur, fínar með osti, sultu eða bara því sem hugurinn girnist.
Innihald
- 3 dl mjólk
- 1 pakki þurrger
- 60 gr sykur
- 1/2 dl olía
- 5 gr salt
- 2 egg
- 650-700 gr hveiti
Aðferð
- Velgið mjólkina og blandið öllu nema hveitinu út í.
- Bætið hveitinu í og hnoðið.
- Látið hefast á volgum stað í 20 mínútur.
- Sláið loftið úr deiginu og látið hefast aftur í 20 mínútur.
- Formið 20-25 bollur úr deiginu og látið þær hefast í 25 mínútur.
- Penslið með vatni og bakið við 250°C í 10-20 mínútur eða þar til þær eru fallega brúnar.
Ef bollurnar bakast of lengi og eru of brúnar þegar þær koma út er hægt að úða/pensla þær með vanti, þá verða þær samt mjúkar og góðar.