Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.
Innihald
200g fínt malaðar valhnetur (má líka nota pistasíur eða möndlur)
50g heilir valhnetukjarnar til skreytingar
4 eggjarauður
150g sykur
1msk kardimommuduft
1tsk matarsódi
1msk vatn
Aðferð
Blandið saman möluðu valhnetunum, 3 eggjarauðum, sykri, kardimommum og matarsóda.
Búið til kúlur á stærð við karlmannseistu (*hóst*) og raðið á bökunarplötu með smjörpappír. Hafið a.m.k. 5 sentimetra á milli kúlanna, þær þenjast vel út við bakstur.
Blandið saman fjórðu eggjarauðunni og vatninu með gaffli. Þrýstið valhnetukjarna ofan í hverja köku og penslið svo með eggjarauðublöndunni.
Bakið í um 20 mínútur við 180°C eða þar til kökurnar eru fallega gullnar.
Umsagnir
Hugi Þórðarson 2006-11-26T19:30:23
Eldaði þessar um daginn. Hrikalega góðar og fljótlegt að útbúa þær.