Flokkar

PPP! Pasta með pestói úr pistasíuhnetum

Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 3. mars 2010.

Innihald

  • 500 gr. penne
  • Pestó:
  • 125 gr. ósaltaðar pistasíuhnetur
  • 4 kramdir hvítlauksgeirar
  • 1 msk. græn piparkorn
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 150 gr. svartar steinlausar ólífur
  • 150 gr. parmesan-ostur
  • 125 ml. ólífuolía

Aðferð

  1. Sjóðið pastað.
  2. Öllu pestóhráefninu nema ólífuolíunni skellt í matvinnsluvél og mixað í u.þ.b. 30 sek.
  3. Ólífuolíunni blandað varlega saman við.
  4. Vatninu hellt af pastanu og sett aftur í pottinn. Pestóið hrært saman við og hitað svolítið.
  5. Borið fram með ferskum parmesan.

Mæli með því að fólk fari varlega í piparinn. Að sjálfsögðu best einfaldlega að smakka pestóið til!


Umsagnir

Engar umsagnir