Flokkar

Parmaskinku-ravioli-grænmetis-ljúffengi

Ósk Gunnlaugsdóttir sendi þessa uppskrift inn 1. mars 2011.

Dásmlega girnilegt ravioli-salat með parmaskinku og léttsteiktu grænmeti.

Innihald

  • Ravioli, heimagert eða úr búð, með þeirri fyllingu sem hverjum þykir best
  • Grænmeti í grófum strimlum
  • Salat, dökkgrænt!
  • Ristaðar furuhnetur
  • Parmesan
  • Parmaskinka
  • Balsamik-sýróp

Aðferð

  1. Salat sett á diskana. Klettasalat er mjög gott.
  2. Grænmeti í grófum strimlum léttsteikt upp úr olíu og kryddi. Ég notaði gulrætur, snjóbaunir, rauðlauk, papriku og kúrbít. Kryddaði með sjávarsalti, svörtum pipar, chili-flögum og cumin.
  3. Ravioli soðið í 2 mínútur (eða eftir leiðbeiningum). Ég notaði prosciutto-fyllt ravioli en annað í uppáhaldi er spínat og ricotta.
  4. Fallegt að leyfa salatinu og steiktgrænmetinu að mynda beð fyrir ravioliið sem svo myndar beð fyrir…
  5. …skinkuna sem er sett í rósum ofan á ravioliið.
  6. Grófum flyksum af parmesan-osti ríkulega dreift yfir.
  7. Furuhnetum stráð yfir. Ég rista þær á þurri pönnu með Maldon-salti.
  8. Kantarnir loks skreyttir með balsamik-sýrópinu sem dressar þetta upp.

Létt, þægilegt einfalt og óhugnanlega gómsætt.


Umsagnir

Engar umsagnir