Masala kjötbollur
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.
Innihald
- 500g nautakjöt (hakk er líklega ódýrast)
- 2 hvítlauksrif
- Slatti af Garam Masala kryddblöndu
- Lúka af hveiti
- Sletta af mjólk
- 1 tsk salt
- 1 tsk pipar
Aðferð
- Blandið öllu efninu í skál
- Rennið deiginu í gegnum hakkavél (gott að gera tvisvar til að hafa það sérstaklega fínt)
- Þurrsteikið bollurnar á pönnu
Etist með Nan-brauði, hrísgrjónum og t.d. góðu chutney. Líka gott að hafa með smá dressingu úr sinnepi, olíu og hrásykri.
Umsagnir
Hugi Þórðarson
2006-11-26T19:33:42
Ekkert spes, þarf aðeins að pæla betur í þeim.