Flokkar

Gúllas dauðans

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

Innihald

  • 1kg beinlaust nautakjöt, skorið í teninga (2-3cm)
  • 50g smjör
  • 3 laukar, smátt saxaðir
  • 2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
  • 3msk paprikukrydd
  • salt
  • pipar
  • kúmen
  • 4 afhýddir tómatar, skornir í báta
  • 5dl kjötsoð
  • 1 dós sýrður rjómi

Aðferð

  1. Brúnið nautakjötið í smjörinu í potti. Takið til hliðar
  2. Brúnið laukinn og hvítlaukinn saman. Bætið hinum innihaldsefnunum (nema sýrða rjómanum)í pottinn ásamt kjötinu og sjóðið þar til kjötið er orðið vel meyrt, eða í 1-2 klst.
  3. Bætið sýrða rjómanum út í pottinn um 10 mínútum áður en rétturinn er tilbúinn.

Umsagnir

Engar umsagnir