Þessi var búin til úr því sem til var á heimilinu. Má bæta endalaust við - hugmyndir að endurbótum vel þegnar.
Innihald
- Þrjár kjúklingabringur
- Ein og hálf dós af kókosmjólk
- 200g ferskir litlir maískólfar (má líka nota niðursoðna)
- 1 rauður chili (eða eftir smekk)
- 2msk engiferrót (rifin smátt)
- Tandoori-krydd
- 1 hvítlauksrif (smátt saxað)
Aðferð
- Brúnið kjúklinginn í tandoori-kryddinu.
- Hellið kóksmjólkinni yfir kjúklinginn
- Skerið maískólfana í hæfilega stóra bita og blandið saman við
- Saxið chili-aldinið smátt og blandið saman við
- Flysjið niður engiferrótina í litlar flögur
- Látið malla yfir hægum hita í ca. klst. eða þar til maísinn er orðinn eldaður.
Berið fram með hrísgrjónum, líka gott að hafa með Naan-brauð og Chutney.