Hvítlauksbrauð
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 19. febrúar 2009.
Innihald
- 1 pakki þurrger
- 4dl volgt vatn
- 50ml ólífuolía
- 50g sykur
- 550gr hveiti
- 2tsk salt
- 2tsk svartur pipar
- 2tsk basilíka
- 2tsk hvítlauksduft
- 50g rifinn parmesanostur
- 5 hvítlauksrif, pressuð
- 50g fínt saxaður vorlaukur
Aðferð
- Blandið saman vatninu, sykrinum, olíunni og gerinu og látið gerið starta sér.
- Blandið bragðefnunum og kryddinu saman við vökvann
- Hnoðið í deig með hveitinu
Umsagnir
Engar umsagnir