Flokkar

Döðlubrauð

Anna Soffía sendi þessa uppskrift inn 6. mars 2010.

Innihald

  • 3 dl vatn
  • 150 gr döðlur
  • 3.5 dl sykur
  • 7 dl hveiti
  • 1 tsk natron
  • 1.5 tsk ger
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 msk smjör (brætt)
  • 1 egg

Aðferð

  1. Koma upp suðu á vatni og setja brytjaðar döðlurnar saman við ásamt sykrinum
  2. þurrefnin, eggið og vanilludroparnir saman við og hræra í vél
  3. Að lokum að setja brætt smjörið útí
  4. Setja í tvö form og bakað í ca. 40-45 mín við 180°hita

Brauðið er gott með smjöri og osti


Umsagnir

Engar umsagnir