Ólífubrauð
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.
Dugir í tvo stóra brauðhleifa
Innihald
- 1/2 bréf þurrger
- 6dl volgt vatn
- 1/2dl ólífuolía
- 50g sykur
- 2tsk salt
- 1kg hveiti
- 150g rifinn ostur
- 110g fylltar ólífur, skornar í sneiðar
Aðferð
- Blandaðu gerinu, vatninu, olíunni, sykrinum og saltinu saman.
- Blandaðu hveitinu saman við og hnoðaðu í deig. Setjið deigið í olíuborna skál og látið lyfta sér í um 40 mínútur.
- Hnoðið deigið, skiptið því í tvennt og fletjið út hvorn helming í ferning (ca. 40x40cm, annars stærð bara e. smekk). Setjið ost og ólífur jafn ofan á, rúllið upp og myndið skeifur úr rúllunum.
- Bakið á bökunarpappír í ca. 30 mín, eða þar til brauðið er fallega gullinbrúnt. Penslið með vatni af og til á meðan á bakstri stendur til að gera fallega skorpu, og látið svo kólna undir rökum klút.
Umsagnir
Atli Páll Hafsteinsson
2009-03-15T12:25:24
Fastur liður í öllum veislum sem mamma stendur fyrir, hrikalega gott mótvægi við sætu kökunum.