Flokkar

Ofnbakaður parmesan með smá kjúklingi

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 18. ágúst 2012.

Innihald

  • 4 kjúklingabringur, skornar í mjóa strimla
  • 300g parmesan, fínt rifinn
  • 2 egg
  • 50ml Rjómi
  • Hvítlauksduft
  • Salt
  • Pipar

Aðferð

  1. Pískið saman eggin og rjómann í stórri skál
  2. Leggið kjúklingastrimlana í blönduna
  3. Blandið kryddinu við parmesanostinn
  4. Veltið kjúklingastrimlunum upp úr ostablöndunni
  5. Veltið kjúklingastrimlunum aftur upp úr ostablöndunni
  6. Raðið strimlunum í eldfast mót
  7. Bakið í ofni við 180°C þar til osturinn er orðinn fallega brúnn

ATH að ef það er afgangur af ostinum, þá gerðirðu eitthvað rangt.

Hönnun þessarar uppskriftar miðast við hraða framreiðslu. Eflaust er gott að gefa sér meiri tíma og marinera kjúklinginn, nota ferskan hvítlauk í stað dufts o.s.frv.


Umsagnir

Engar umsagnir